Klifur og keðjusög
- Jon Runarsson
- Oct 13, 2020
- 1 min read
Updated: Mar 20, 2022

Við höfum verið að vinna í höfuðborginni með vinum okkar og miklum snillingum í Trjáprýði. Þeir eru án vafa þeir allra bestu í trjáklifri og erfiðum trjáfellingum á Íslandi.
Einn daginn tókum við að okkur sérstaklega skemmtilegt verkefni. Að fella tvær 17 metra háar aspir í bakgarði. Önnur öspin var tvístofna og hin var þrístofna. Þær voru umkringdar húsum, bílskúrum, girðingum og til að toppa þetta var lítill ljósastaur í um 2 metra fjarlægð frá annarri þeirra og náði að stinga sér inn á milli greina. Þetta gerði það að verkum að ekki var hægt að fella trén í heilu lagi og vorum við því bróðurpartinn úr deginum að klifra og fella þau í litlum bútum.
Svona trjáfellingar krefjast mikillar kunnáttu og æfingar. Ekki bara keðjusaga kunnáttu, heldur líka í klifri og sérstaklega í línuvinnu til að gæta að öryggi klifrarans og auðvitað til að skemma ekki það sem er á jörðu niðri.
Heimasíða Trjáprýði: https://trjaprydi.is/
Hér fylgja með nokkrar myndir af vinnunni og einnig fyrir og eftir myndir.
















Comments